Ingólfur Pétursson á og rekur vakta.is. Starfsemin felst í eftirliti með fasteignum svo sem sumarhúsum, íbúðarhúsum og atvinnuhúsnæði sniðið að þörfum viðskiptavina. Dæmi um þjónustusamning er að Vakta.is og viðskiptavinur gera með sér samkomu lag um að Vakta.is heimsækir hús reglulega á ákveðnu tímabili, td. vetrarmánuðina. Þar er farið yfir það helsta sem viðskiptavinur óskar eftir.
Milljarða eignatjón, óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Sumt af því bæta tryggingafélögin. Annað sitja heimilin uppi með. (Af vefsíðu Mannvirkjastofnunar)
Í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir eða takmarka skaða með því að halda uppi reglulegu eftirliti.
Þegar gengið er frá húsi að utan fyrir vetrarmánuðina þarf auðvitað að gefa gætur að því hvað getur fokið í vetrarstormum. Þakið þarfnast sérstakrar athygli, t.d. hvort negling á þakplötum er farin að gefa sig. Algengt er að naglar lyftist upp og losni. Í sumarhitum verða allmiklar hitabreytingar í þakplötunum svo að naglar og skrúfur losna. Síðan þegar sterkir vindar blása geta þeir rifið þakplöturnar upp og feykt þeim burtu. Þakplata byrjar að lyftast á horni eða á jaðri og með sífelldum vindhviðum endar platan með því að fjúka brott. (http://www.sumarhus.is/index.php?option=com_content&view=article&id=246&Itemid=277)
Það er að mörgu að huga fyrir sumarhúsaeigendur. Reglulegar heimsóknir í tóm sumarhús geta oft komið í veg fyrir að tjón magnist frá því að vera td. brotin rúða yfir í að vera ónýt gólf, innbú og veggir.